Skoðanakönnun MMR:

72% telur ólíklegt að Landeyjahöfn þjóni samgöngum allt árið um kring

23.Febrúar'15 | 07:14

Í spurningu 6 í skoðanakönnun MMR sem unnin var fyrir Eyjar.net er spurt ,,Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að Landeyjahöfn muni í framtíðinni ná að þjóna sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring?"

Rétt tæp 72% svarenda telja það frekar eða mjög ólíklegt, en tæplega helmingur svarenda telur það mjög ólíklegt. 7,3% töldu það hins vegar mjög líklegt.

 

 

Eftir hádegi verður áfram haldið að birta niðurstöður. Spurningin sem við fáum svör við þá er:

Telur þú að núverandi fyrirkomulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja hafi jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á íbúaþróun í Vestmannaeyjum?

 

Byrjað var að spyrja út í núverandi ástand, því næst um framtíðarhorfur og að endingu var spurt um traust bæjarbúa á ýmsa aðila sem tengjast samgöngumálum milli lands og Eyja.

 

Aðferð Símakönnun
Úrtak: Íbúar Vestmanneyja 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr þjóðskrá
Fjöldi í úrtaki: 500
Svarfjöldi: 318
Svarhlutfall: 63,6%

 

Vogtölur: Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns og aldurs svarenda í þýði (Þjóðskrá).

Sjá vogtölur fyrir kyn og aldur í meðfylgandi töflu:

Vogtölur eftir kyni og aldri

                  Karl   Kona
18-29 ára   0,94   1,68
30-49 ára   1,47   0,95
50-80 ára   0,90   0,82

Spurning 1

Spurning 2

Spurning 3

Spurning 4

Spurning 5

Sp6_skifa_m_texta

Smelltu til að sjá stærri mynd

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.