Björg­un­ar­sveit­in kölluð út

- Lögreglan biður fólk að halda sig heima

22.Febrúar'15 | 09:38
Vedur_220215

Svona verður veðrið skv. spám kl. 12 í dag.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn voru kallaðir út í Vest­manna­eyj­um í nótt og aft­ur í morg­un vegna ófærðar í bæn­um. Koma þurfti fólki til síns heima sem hafði verið að skemmta sér. Meðal ann­ars gest­um veit­inga­húsa. Fólk hafði fest bif­reiðar sín­ar og þurfti aðstoð.

Lögreglan í Vestmannaeyjum biður íbúa að halda sig inni við og heima á meðan versta veðrið gengur yfir.

„Það er mjög slæmt veður - mik­ill vind­ur, skafrenn­ing­ur, ofan­koma og þar af leiðandi mik­il ófærð á flest­um göt­um bæj­ar­ins. Ekki er hægt að ryðja vegi strax vegna lé­legs skyggn­is og skafrenn­ings. Björg­un­ar­sveit­in er búin að vera aðstoða öku­menn og aðra bæj­ar­búa við ým­is­legt vegna veðurs,“ seg­ir á Facebook-síðu lögreglunnar.

Þá féll fyrsta ferð Herjólfs niður í dag, sunnudag vegna veðurs og ófærðar. Tilkynning verður send út klukkan 13 varðandi síðari ferð dagsins í dag, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.