Málefni eldri borgara:

Mótmæla breytingum á fjármagni úr framkvæmdasjóði

19.Febrúar'15 | 11:49

Hraunbúðir

Á fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum. Bæjarráð tekur undir ályktun Landssambands eldri borgara þar sem m.a. er mótmælt að fjármagn Framkvæmdarsjóðs aldraðra verði notað til þess að greiða rekstur hjúkrunarheimila. Aðalmarkmið sjóðsins er að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila.

Þá ítrekar ráðið beiðni sína um að framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands komi til fundar við bæjarráð svo fljótt sem verða má vegna þessara mála og annarra.

 

Bókun ráðsins í heild sinni:

 

Ályktun aðalfundar Félags eldri borgara um stækkun Hraunbúða
Bæjarráð þakkar félagi eldri borgara góða brýningu vegna þessa mikilvæga máls. Þjónusta við eldri borgara er meðal mikilvægustu þjónustuþátta Vestmannaeyjabæjar og öllum ljóst að á næstu árum er þörf á verulegum aðgerðum og uppbyggingu. M.a. þess vegna hefur Vestmannaeyjabær unnið með fagráðinu (fjölskyldu- og tómstundaráði), þjónustuhópi aldraðra og félagi eldri borgara að þarfagreiningu og stefnumótun vegna málaflokksins. Sem til að mynda hefur þegar orðið til þess að sótt hefur verið um í framkvæmdasjóð aldraðra til að mæta kostnaði við löngu þarfar breytingar á Hraunbúðum og fjölgun rýma.

Þá vill bæjarráð Vestmannaeyja einnig taka undir ályktun Landssambands eldri borgara þar sem m.a. er mótmælt að fjármagn Framkvæmdarsjóðs aldraðra verði notað til þess að greiða rekstur hjúkrunarheimila. Aðalmarkmið sjóðsins er að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila. Minnt er á að í dag eru 538 íbúar í Vestmannaeyjum 67 ára eða eldri. Eftir 10 ár má búast við að fjöldi þeirra verði um 830. Ef ríkið tekur ekki þátt í því með sveitarfélögum að undirbúa þessa öru þjóðfélagsbreytingu mun neyðarástand skapast til að mynda vegna vöntunnar á hjúkrunarrýmum.

Að lokum ítrekar bæjarráð beiðni sína um að framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands komi til fundar við bæjarráð svo fljótt sem verða má vegna þessara mála og annarra.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.