Át hass-ís og hljóp um nakinn í Borgarbyggð

Ungt par bjó til ís með kannabis

18.Febrúar'15 | 20:17

Ungt par sem ætlaði að eyða helginni í sumarbústað í Borgarbyggð þurfti á aðstoð lögreglu og lækna að halda eftir að hafa borðað óhóflega mikið af heimatilbúnum ís sem innihélt kannabis.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns í dag.

Samkvæmt lögreglunni á Vesturlandi varð ungt par í sumarbústað í Borgarbyggð viti sínu fjær eftir að hafa borðað ís sem innihélt kannabis. Uppskriftina af ísnum fann parið á Internetinu en eftir að hafa borðað heldur mikið af heimagerða ísnum fór fljótlega allt úr böndunum.

Kærastinn fór sem dæmi úr öllum fötunum og tók að hlaupa nakinn utandyra þar sem hann var kolruglaður af ofskynjunum að sögn lögreglu. Á meðan var kærustunni mjög óglatt og fór hún að óttast um geðheilsu þeirra beggja.

Á endanum var hringt eftir aðstoð bæði lögreglu og lækna. Lögreglan lagði hald á leifar íssins og sendi hann til frekari rannsóknar. Hún taldi þó þegar sannað að hann væri ekki hollur til neyslu.

Eftir læknisskoðun var parinu komið til síns heima því ekki þótti ráðlagt að þau væru lengur ein í sumarbústaðnum.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.