Trúnaðarbrot hjá Sparisjóði Vestmannaeyja til rannsóknar hjá lögreglu

– Uppgötvaðist við innra eftirlit

17.Febrúar'15 | 14:13

Pétur Hjaltason, fyrrverandi útibússtjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja á Selfossi, var í byrjun desember síðastliðnum rekinn fyrir trúnaðarbrot í starfi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi.

Hafsteinn Gunnarsson sparisjóðsstjóri segir að vegna rannsóknarhagsmuna geti hann ekki upplýst hver trúnaðarbrotin séu en brotin munu hafa komist upp við innra eftirlit hjá sparisjóðnum. Hafsteinn var sjálfur forstöðumaður bókhalds og innra eftirlits hjá Sparisjóði Vestmannaeyja til áramóta, en hann tók við sem sparisjóðsstjóri í síðasta mánuði.

Pétur hafði starfað hjá Sparisjóði Vestmannaeyja allt frá opnun útibús sparisjóðsins á Selfossi árið 2000. Brotin munu hafa átt sér stað á árinu 2014.

 

Nánar er sagt frá málinu í DV.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.