Elliði Vignisson:

Öruggar samgöngur allt árið er krafan

17.Febrúar'15 | 07:21

Þjóðhagslega óhagkvæmt er að halda uppi siglingum milli Vestmanneyja og Þorlákshafnar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, bendir á að það kosti um milljón krónum meira á dag en að sigla milli Eyja og Landeyjahafnar.
 

Elliði segir að Eyjamenn hafi miklar áhyggjur af stöðu mála í Landeyjahöfn. Sandburðurinn þar sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og enn sé siglt þangað á skipi til og frá Vestmanneyjum sem vitað var fyrirfram að væri óheppilegt til þessara siglinga og réði ekki við þær. Vegagerðin telji að siglingavandinn verði best leystur með því að fá nýtt skip en Sveinn Valgeirsson og fleiri telji að það sé ekki rétt. Sérfræðinganna sé að leysa málið. „Þegar kemur að smíði á skipi eða hönnun á hafnargörðum verð ég að stóla á að þeir sem fara með forræði í málinu geri rétt,“ segir hann.


Nær fimm ár eru síðan Landeyjahöfn var formlega opnuð og hafa siglingar þangað legið að mestu niðri á veturna, mismunandi lengi eftir árum. Elliði segir helsta vandamálið vera aðgerðarleysið. Siglingastofnun hafi fyrir hönd ríkisins unnið með færustu sérfræðingum í nágrannalöndum að lausn vandans og hann segi þeim ekki fyrir verkum. Hins vegar krefjist bæjarstjórn Vestmanneyja þess að samöngur á sjó við Vestmanneyjar verði eins góðar og best verði á kosið. „Að okkur verði tryggðar öruggar samgöngur um Landeyjahöfn allt árið.“
 

Viðtalið birtist í Morgunblaðinu í dag auk umfjöllunar um grein Sveins Valgeirssonar sem birt var hér á Eyjar.net fyrir helgi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).