Elliði Vignisson:

Öruggar samgöngur allt árið er krafan

17.Febrúar'15 | 07:21

Þjóðhagslega óhagkvæmt er að halda uppi siglingum milli Vestmanneyja og Þorlákshafnar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, bendir á að það kosti um milljón krónum meira á dag en að sigla milli Eyja og Landeyjahafnar.
 

Elliði segir að Eyjamenn hafi miklar áhyggjur af stöðu mála í Landeyjahöfn. Sandburðurinn þar sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og enn sé siglt þangað á skipi til og frá Vestmanneyjum sem vitað var fyrirfram að væri óheppilegt til þessara siglinga og réði ekki við þær. Vegagerðin telji að siglingavandinn verði best leystur með því að fá nýtt skip en Sveinn Valgeirsson og fleiri telji að það sé ekki rétt. Sérfræðinganna sé að leysa málið. „Þegar kemur að smíði á skipi eða hönnun á hafnargörðum verð ég að stóla á að þeir sem fara með forræði í málinu geri rétt,“ segir hann.


Nær fimm ár eru síðan Landeyjahöfn var formlega opnuð og hafa siglingar þangað legið að mestu niðri á veturna, mismunandi lengi eftir árum. Elliði segir helsta vandamálið vera aðgerðarleysið. Siglingastofnun hafi fyrir hönd ríkisins unnið með færustu sérfræðingum í nágrannalöndum að lausn vandans og hann segi þeim ekki fyrir verkum. Hins vegar krefjist bæjarstjórn Vestmanneyja þess að samöngur á sjó við Vestmanneyjar verði eins góðar og best verði á kosið. „Að okkur verði tryggðar öruggar samgöngur um Landeyjahöfn allt árið.“
 

Viðtalið birtist í Morgunblaðinu í dag auk umfjöllunar um grein Sveins Valgeirssonar sem birt var hér á Eyjar.net fyrir helgi.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.