Sigurður Áss Grétarsson:

Landeyjahöfn er ekki sú samgöngubót sem vonir stóðu til

- En var ekki ófyrirsjáanlegt

17.Febrúar'15 | 15:12

Fyrir stuttu  birtist grein eftir Svein Rúnar Valgeirsson þar sem dregnar eru í efa rannsóknagöng og rannsóknaaðferðir sem beitt var í Landeyjahöfn. Þessar efasemdir eru ekki nýjar af nálinu þar sem svipað birtist snemma árs 2007 í bæjarblöðunum í Vestmannaeyjum.

Í þessari greinagerð sem send var Sveini vorið 2007 voru flestar hans ásökunum svarað.  Hvað varðar annað þá hefur því áður verið svarað og óþarfi að taka það upp.
 
Það er eitt sem stendur eftir en það er að Landeyjahöfn er ekki sú samgöngubót sem vonir stóðu til.  Að ekki skuli siglt þangað yfir háveturinn frá nóvember/desember til febrúar/mars er ekki ásættanlegt en var ekki ófyrirsjáanlegt sbr. frétt sem birtist í fréttablaði Siglingastofnunar en þar stendur orðrétt "Til að minnka frátafir verður ferðaáætlun mögulega breytt þannig að skipið sigli um sumartímann í Landeyjahöfn, en að vetrarlagi í Þorlákshöfn þegar tíðafar er rysjóttara.. "


Örugglega mátti margt fara betur við uppbyggingu Landeyjahafnar.  Staðreyndin er hins vegar sú að um 300 þúsund farþegar fara til og frá Eyjum í dag en fyrir byggingu innan við 130 þúsund farþegar, kostnaður við uppbyggingu Landeyjahafnar var vel innan áætlana, sandfok, öldufar og straumar eru eins og gert var ráð fyrir.  Það sem hefur brugðist er að háveturinn getur ekki Herjólfur siglt þangað og sandburðurinn var stórlega vanmetinn.  Til að gera siglingaleiðina Landeyjahöfn-Vestmanneyjar að heilsárs siglingaleið verður að fá nýja ferju eins og alltaf stóð til og breyta um dýpkunaraðferðir, segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar í svari til Eyjar.net.

 

 

Grein Sveins má sjá hér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is