Dagbók lögreglunnar:

Í nægu að snúast hjá lögreglunni

17.Febrúar'15 | 06:38

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku m.a. vegna fíkniefnamála, líkamsárása og annara verkefna sem komu inn á borð lögreglu.   Helgin var frekar annasöm vegna hinna ýmsu mála sem upp komu og þurfti lögregla að aðstoða nokkra gesti öldurhúsanna sökum ölvunarástands þeirra.

Sl. föstudagskvöld haldlagði lögregla um 100 gr. af maríhúana, 50 gr. af amfetamíni og um 2 gr. af kókaíni sem fundust í fórum manns sem var að koma til Vestmannaeyja með Herjólfi.  Þegar hefur verið send út fréttatilkynning vegna málsins og er vísað til hennar varðandi nánari upplýsingar.

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar og var í báðum tilvikum um að ræða sama árásaraðila. Fyrri árásin átti sér stað að morgni 14. febrúar sl. þar sem tveir menn réðust á þann þriðja.  Seinni árásin átti sér stað að morgni 15. febrúar sl. þar sem maður var skallaður í andlitið.  Ekki er um alvarlega áverka að ræða í þessum tveimur tilvikum.  Árásirnar áttu báðar sér stað á sama skemmtistaðnum.   Málin eru í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.  Sjö aðrar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlöguma en þar eru flestar kærur vegna ólöglegrar lagninga ökutækja auk þess sem kærur liggja fyrir vanrækslu á að nota öryggisbelti við akstur.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu en um var að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við Faxastíg aðfaranótt 15. febrúar sl.  Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði bifreið runnið aftan á aðra án þess þó að um mikið tjón hafi verði að ræða. Engin slys urðu á fólki í óhappinu.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is