Fréttatilkynning:

Gleðin aftur ríkjandi

Lundaball-Lundaball

14.Febrúar'15 | 09:12

Helliseyingar í stuði - myndin er tekin fyrir nokkuð mörgum árum.

Lundaballið 2015 verður haldið í Höllinni laugardaginn 26. september n.k.  Takið daginn strax frá.  Helliseyingar hafa veg og vanda af framkvæmdinni og höfum við undirritaðir Steingrímssynir ákveðið að fara með stjórnina. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Helliseyingum.

Meðalaldur okkar er tæplega 90 ár og treystum við okkur fullkomlega til að sjá um ballið.  Allir eru velkomnir og sérstaklega sauma- og smíðaklúbbar.  Reyndar hefur heyrst að Elliðaeyingar séu að sannfæra forvígismenn Gay Pride göngunnar að einmitt þessi helgi sé tilvalin fyrir gönguna og ætla þeir þá að fjölmenna eins og fyrr. 

Fylgist vel með upplýsingum um Lundaballið á næstunni sem munu birtast í helstu fjölmiðlum landsins eftir hentugleikum.  Ef spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við næsta Helliseyjarmann en þeir eru auðþekkjanlegir á glæsilegu vaxtarlagi og gleðinni sem þeim fylgir.

 

 

                                                                                                              F.h. Helliseyjarfélagsins

                                                                                                              Steingrímssynir (Stængræmssons)

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.