,,Ekki verið að draga úr þjónustu"

- Segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk.

13.Febrúar'15 | 11:40
Vigdís_virk

Vigdís Jónsdóttir

Í janúar bárust fregnir af því að Starfsorku, starfsendurhæfingar í Vestmannaeyjum væri í uppnámi. VIRK-starfsendurhæfingarsjóður hyggst ekki endurnýja rekstrarsamning við Starfsorku sem rennur út í apríl. Hrefna Óskarsdóttir, forstöðumaður Starfsorku í Eyjum skrifaði í framhaldinu grein til að varpa ljósi á málið. Eyjar.net ræddi við Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Virk um stöðuna.

Nú hefur komið fram í fjölmiðlum að starfsendurhæfingarstöð, sem staðsett er í Vestmannaeyjum verði lögð niður í óbreyttri mynd á næstu vikum og starfsfólki sagt upp.


Er búið að segja starfsfólkinu upp?

Við höfum tilkynnt stjórn Starfsorku að samningurinn milli VIRK og Starfsorku verði ekki endurnýjaður á þessu ári. Varðandi uppsagnir á starfsfólki þá heyrir það ekki beint undir Virk, heldur stjórn Starfsorku.

 

 

Á að leggja þessa þjónustu alveg af í Eyjum?

Það er alls ekki verið að leggja af þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar í Eyjum og við erum heldur ekki að draga úr þjónustu við einstaklinga í Eyjum heldur aðeins að veita hana á annan hátt með það að markmiði að tryggja betur einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu.  

Í Vestmannaeyjum starfar ráðgjafi á vegum VIRK og stéttarfélaganna í heilu stöðugildi og veitir hann vandaða starfsendurhæfingarþjónustu þeim einstaklingum sem þurfa á að halda. Ráðgjafinn er í samstarfi við ýmsa fagaðila bæði í Vestmannaeyjum og annars staðar um að veita þjónustu eftir mat á þörfum hvers og eins einstaklings. Við munum einnig beita okkur fyrir því að tilteknir fagaðilar eins og t.d. sálfræðingar fari í meira mæli til Vestmannaeyja til að veita þá þjónustu sem einstaklingar þurfa á að halda. 

 

Hverjar eru ástæðurnar fyrir því að nú skuli leggja af þessa þjónustu við bæjarbúa?

Í kjölfar endurskoðunar á þjónustusamningi VIRK við Starfsorku - Starfsendurhæfingu í Vestmannaeyjum var ákveðið að endurnýja ekki samninginn og kortleggja í framhaldinu þörf og umfang þjónustu VIRK í Vestmannaeyjum. Ég vil ítreka að ekki er verið að draga úr starfsendurhæfingarþjónustu í Vestmannaeyjum heldur er markmiðið að tryggja betur einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu í takt við þarfir þeirra einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Þessi úrræði voru ekki fyrir hendi hjá Starfsorku þannig að VIRK hefur á undanförnum mánuðum ekki nýtt þjónustu Starfsorku nema að mjög litlu leyti.

Þessi ákvörðun var eingöngu tekin út frá faglegum forsendum með það að markmiði að bæta og tryggja fjölbreytta og einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu. Við hjá VIRK munum áfram leggja áherslu á að nýta sem best þau atvinnutengdu starfsendurhæfingarúrræði sem til staðar eru i Eyjum, hvort sem um er að ræða einstaklings- eða hópúrræði.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%