Sorpgjöldin hæst í Eyjum

12.Febrúar'15 | 06:57

Fasteignagjöld hækka víðast hvar á þessu ári að því er fram kemur í könnun Verðlagseftirlits Alþýðusambandsins (ASÍ) á þróuninni hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ástæða hækkunarinnar er fremur sögð vegna breytinga á fasteignamati en aukinnar álagningar sveitarfélaganna.

Fram kemur í greiningu Verðlagseftirlitsins að Reykjanesbær sé eina sveitarfélagið sem hækkað hefur hjá sér útsvar og hækkar einnig hjá sér fasteignaskatt um 67 prósent. Þar fer útsvarið úr hámarkinu, sem er 14,52 prósent, í 15,05 prósent, en vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er lagt á 3,62 prósenta aukaálag.

"Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7 prósent í Garðabæ og á Seltjarnarnesi," segir í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ.

Fram kemur að öll gjöld hafi hækkað í Reykjavík vegna töluverðrar hækkunar á fasteignamati. Þá megi sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiði til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi.

Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá níu sveitarfélögum af fimmtán. Þrjú hækka skattinn, Reykjanesbær um 67 prósent, Árborg um níu prósent og Fjarðabyggð um sjö prósent. "Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um átta prósent, Seltjarnarnes fimm prósent og Kópavogur tvö prósent."

Þá kemur fram í könnun ASÍ að allnokkrar breytingar eru á sorphirðu- og sorptengdum gjöldum sem ólíkt öðrum þáttum fasteignagjaldsins eru innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús.

Hjá fjórum sveitarfélögum, Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði, eru sorphirðugjöld óbreytt á milli ára. Öll hin hækka hjá sér gjaldskrána.

"Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 krónur á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 krónur og er það 140 prósenta verðmunur eða 29.923 krónur," segir í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.