Heilsuréttir fjölskyldunnar í þýska þýðingu

12.Febrúar'15 | 06:24

Heilsuréttir fjölskyldunnar

Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur er nú komin út í þýskri þýðingu. "Við erum virkilega ánægð með að bókin sé komin út í Þýskalandi" segir Berglind. Bókaútgáfan heitir Neuer Umschau Buchverlag, sem er jafnframt einn stærsti marsipanframleiðandi Þýskalands.

"Hugmyndin að þýskri útgáfu kviknaði í framhaldi mikils ferðamannastraums á veitingastaðinn okkar Gott í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðverjar voru stór hópur," segir Berglind og bætir við að Þjóðverjar séu býsna áhugasamir um heilnæma matargerð. Hún gefur lítið fyrir frekari útrás þar sem hún hefur mörgum hnöppum að hneppa með fjögur börn, bækur og veitingastað á hraðri uppleið, en hún rekur Gott ásamt manni sínum Sigurði Gíslasyni matreiðslumeistara.

Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélaginu, sem gaf Heilsurétti fjölskyldunnar út hérlendis, er að vonum ánægður með samninginn. "Í raun eru þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir íslenska matarmenningu og þjóðina almennt," segir hann en nokkuð óvenjulegt þykir að íslenskar matreiðslubækur fái brautargengi á þýskri grund.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is