Segir fáránlegt að olía sé ódýrari en rafmagn

11.Febrúar'15 | 06:22

HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.

Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar.

"Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs.

Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. "Það er þeirra mál en ekki okkar," segir Júlíus.

Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár.

 

Markaðurinn greindi frá.

Sigurgeir Brynjar

stefan_fridriksson

Stefán Friðriksson

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.