Feministi segist hafa eytt fóstri vegna þess að það var karlkyns

11.Febrúar'15 | 08:29

Kona sem skrifar á bloggsíðuna injusticestories.com segist hafa eytt fóstri árið 2012 vegna þess að fóstrið reyndist vera karlkyns. Samkvæmt skrifum  konunnar virðist hún hafa orðið þunguð með gjafasæði.

Bloggið er nafnlaust og því ekki hægt að sannreyna að sagan sé sönn en frásögn konunnar hefur vakið feikilega miklar umræður og deilur á netinu og vefmiðillinn Metro.co.uk greinir frá málinu.

Konan segist vera feministi og hafi barist fyrir réttindum kvenna af svo miklu kappi að hún hafi sneitt hjá starfsframa. Hún segir að hvarvetna þar sem hún hafi barist fyrir réttindum kvenna hafi karlar litið niður á hana og baráttusystur hennar og aldrei viljað leggja við eyrun.

Konan segist ekki hata karlmenn. Hún hati hins vegar feðraveldið sem svo margir karlar og jafnvel konur styðji. Hún geti ekki hugsað sér að fæða í heiminn einstakling sem gangist feðraveldinu á hönd og af því afkvæmið yrði drengur þá yrði svo miklu erfiðara að koma í veg fyrir það.

Þetta umdeilda blogg má lesa hér.

 

Pressan tók saman.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is