Dagbók lögreglunnar:

Þrjú fíkniefnamál um helgina

10.Febrúar'15 | 17:03

Lögreglan

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku án þess þó að upp hafi komið alvarleg mál. Helgin fór fram með ágætum og frekar rólegt var á öldurhúsum bæjarins. Að vanda þurftu einhverjir aðstoð lögreglu vegna hinna ýmsu atvika sem upp komu.

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um liðna helgi en um var að ræða ætluð fíkniefni sem fundust við eftirlit lögreglu með fíkniefnaleitarhundinum Lunu á einum af veitingastöðum bæjarins.  Efni þessi fundust á gólfi og fyrir utan veitingastaðinn og er líklegt að þeir sem voru með þessi efni í sínum fórum hafi hent þeim frá sér þegar þeir urðu varir við lögreglu.

Alls liggja 9 kærur fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir liðna viku, 6 af þeim eru vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti við aksturinn, ein vegna aksturs sviptur ökuréttindum, ein vegna ólöglegrar lagningar ökutækis og ein vegna vanrækslu á að greiða vátryggingar ökutækis, auk þess sem skráningarnúmer ökutækisins var fjarlægt af því.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.