Loðnuvertíðin - miklir hagsmunir í húfi

Ísleifur Ve gerður klár.

10.Febrúar'15 | 13:35

Gjörbreytt göngumynstur loðnunnar veldur fiskvinnslunni verulegum áhyggjum. Sjómenn og útvegsmenn óttast að kvótinn náist ekki og hrognatakan, sem gefur langmest af sér, kunni að fara handaskolum. Þetta segir m.a í úttekt Vísis um loðnuvertíðina sem nú er nýhafin. Í umfjölluninni er meðal annars rætt við þá Sindra Viðarsson hjá VSV og Elliða Vignisson, bæjarstjóra.

Áhyggjur í Eyjum
Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, segir, spurður um stöðuna, að fyrirtækið sé að gera Ísleif VE kláran á veiðar, en skipið, sem er tæplega 40 ára gamalt, hefur oft verið sent á veiðar þegar mikið liggur við.

Þó ástandið sé uggvænlegt ber Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, sig vel: „Loðnan er næst óútreiknalegasta lífveran sem hefur áhrif á okkur hér í Eyjum, á eftir þingmönnunum.  Við höfum hinsvegar í mörg ár glímt við þá sveiflu sem ætíð fylgir náttúrunni og búum náttúrulega vel að því að vera með öflugan flota með nýjustu tól og tæki þannig að það er hægt að stunda eltingaleik um allan sjó.“

Elliði segir það auðvitað hafa gríðarleg áhrif á atvinnuástandið í Eyjum fari svo að loðnunni verði einkum landað fyrir norðan og austan. „Þetta er hinsvegar ástand sem ætíð má búast við og til marks um það þá hafa fyrirtækin verið að byggja sig talvert upp fyrir austan samanber uppbyggingu Ísfélagsins á Þórshöfn.  Á móti kemur að afla verðmætið er þá aukið og það kemur sér vel fyrir sjómennina.“

 

Eyjamenn gætu tapað hundruðum milljóna
Spurður segir Elliði erfitt að meta hversu miklir hagsmunir séu í húfi. „Tekjur okkar eru náttúrulega fyrst og fremst af útsvari. Þannig hefur það mikil áhrif hvort afli er unnin í mjöl og lýsi eða hvort hann er frystur. Frysting er mannfrekari vinnsla og því hærra útsvar af slíkri vinnslu. Það kæmi mér þó ekki á óvart þótt sveiflan gæti numið hundruðum milljóna fyrir bæjarsjóð eftir því hvort aflinn kemur að landi hér eða annarstaðar. Eins og ég segi þá erum við samt alveg róleg yfir þessu. Svona er sjávarútvegurinn - það fylgir honum óvissa. Öll okkar áætlanagerð gerir ráð fyrir slíkri óvissu. Við höfum því þúsund ára reynslu í að vona það besta en undirbúa okkur undir það vesta. Það gerum við því bara áfram.“

Hér má hafa það hugfast að loðnukvótinn íslenski er tæp 400.000 tonn, en 580.000 tonn þegar veiðar Norðmanna og Færeyinga eru meðtaldar. Útflutningsverðmæti íslenska kvótans má gróflega áætla hátt í 30 milljarða króna, að gefnum þeim forsendum sem eru á mörkuðum erlendis og gengi gjaldmiðla.

 

Nánar er fjallað um málið á Vísi.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).