Fjármagn frá Herjólfsdal yfir í daggæslu

4.Febrúar'15 | 06:59

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um daggæslumál á fundi sínum í gær. Um er að ræða aukakostnað vegna reksturs á auknu daggæslu úrræði á gæsluvellinum Strönd án þess að heildarútgjöld verði aukin. Áætlaður kostnaður við úrræði fyrir 10 til 12 börn fram á vor er um 3 til 4 milljónir. Fjármagn sem verið hefur nýtt til framkvæmda í Herjólfsdal verður fært úr 4 milljónum í 500 þúsund vegna þessa úrræðis.

 

Bókun bæjarráðs um málið er eftirfarandi:

Tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd.
Bókað var á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar s.l.:
Bæjarstjórn leggur áherslu á að leitað verði leiða til að mæta þessum aukna kostnaði (3 til 4 milljónir) með breytingum á fjárhagsáætlun án þess að heildar útgjöld verði aukin og felur bæjarráði að útfæra leiðir til þess að svo verði.
Fyrir bæjarráði lá erindi vegna ályktunar bæjarstjórnar í 4.lið fundargerðar frá 1494 þar sem bæjarráði var falið að mæta aukakostnaði vegna reksturs á auknu daggæslu úrræði á gæsluvellinum Strönd án þess að heildarútgjöld verði aukin. Áætlaður kostnaður við úrræði fyrir 10 til 12 börn fram á vor er um 3 til 4 milljónir.

Bæjarráð samþykkir að sú breyting verði gerð á fjárhagsáætlun að liður 11-141-4990 sem nýttur hefur verið til framkvæmda í Herjólfsdal verði færður úr 4 milljónum í 500 þúsund og það fjármagn nýtt til aukin daggæsluúrræðis. Vakin er athygli á því að á seinustu 7 árum hefur Vestmannaeyjabær varið 28 milljónum í framkvæmdir í Herjólfsdal og í ljósi þess hversu mikilvægt það er að bregðast við aukinni þörf á daggæsluúrræðum telur bæjarráð rétt að gera ofangreinda breytingu á fjárhagsáætlun.

 

 

Hefur þú ábendingu um eitthvað sem gæti reynst fréttnæmt?

Fullur trúnaður – eyjar@eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is