Höfuðáhersla í hönnun er að ný ferja geti siglt allt árið í Landeyjahöfn

2.Febrúar'15 | 13:52

Eyjar.net tók púlsinn í morgunn á Elliða Vignissyni, bæjarstjóra vegna fundar sem haldinn var síðastliðinn föstudag með Sigurði Áss, framkvæmdastjóra siglingamála hjá Vegagerðinni.

Á fundinum kom fram að unnið sé að breytingum á höfninni og þá fyrst og fremst í því sem snýr að dýpkunaraðferðum. Til skoðunar er búnaður sem á að fara langt með að tryggja nægt dýpi innanhafnar og í sjálfu hafnarmynninu. Sá búnaður myndi þó hvergi nærri duga til að halda nægu dýpi fyrir núverandi Herjólf. Til þessa svo verði þarf að fjarlægja allt of mikið magn. Til samanburðar þá þyrfti nú að fjarlægja 16.000 rúmmetra fyrir þá ferju sem nú er í hönnun en um 60.000 fyrir núverandi Herjólf.

Fulltrúar úr undirbúningshópi um ferjusmíði kynntu einnig niðurstöður úr fyrstu prófunum í siglingahermi. Á fundinum var ítrekað það sem áður hafði komið fram um að ferjan hafi fulla þjónustugetu í siglingum til Þorlákshafnar hvað varðar burðargetu og siglingarhæfi. Ekkert bendi til þess að skipið fari verr í sjó en núverandi skip enda kappkostað að hámarka áhrif veltiugga og jafnvel til skoðunar að vera bæði með veltiugga og andveltitank.  Litlu muni á burðargetu nýsmíði og núverandi Herjólfs en sá munur sem verði sé nýja skipinu í hag þar sem það beri fleiri bíla en núverandi Herjólfur. Á móti kemur að það verða færri kojur (30 kojur).

Siglingarhraði núverandi skips sem var sérhannað til siglinga í Þorlákshöfn er um 15 sjómílur en honum sé þó siglt á minni hraða þegar siglt er í Landeyjahöfn. Vonir standa til að siglingahraði nýju ferjunnar í siglingum til Þorlákshafnar verði einnig 15 sjómílur. Á fundinum kom skýrt fram að svo geti farið að þær kröfur sem gerðar eru til skipisins í siglingum í Landeyjahöfn kunni að verða til þess að hámarkshraðinn verði litlu minni á langsiglingu og ferðin til Þorlákshafnar gæti orðið allt að 10 til 15 mínútum tímafrekari. Á móti kemur að ekki er gert ráð fyrir að skipið þurfi að sigla í Þorlákshöfn nema í þeim tilvikum þar sem ölduhæð verður yfir 3,5 metrar.  Hafa þarf hugfast að í vondum veðrum sé hvort heldur er ekki siglt á hámarkshraða enda fer það illa bæði með fólk og farm. 

Höfuðáhersla í hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju er að hún geti siglt allt árið í Landeyjahöfn.  Á fundinum komu fram þau skýru skilaboð frá heimamönnum að ekkert megi gerast sem fjölgi þeim tilvikum þar sem Vestmannaeyjar einangrast alveg. Þvert á móti þá þurfi heldur að draga úr þeim tilvikum frá því sem nú er í siglingu í Þorlákshöfn, sagði Elliði í samtali við Eyjar.net.

Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar sátu fundinn allir bæjarfulltrúar, varabæjarfulltrúar og fulltrúar í Hafna- og framkvæmdarráði, en fram kemur að búið hafi verið að óska eftir fundi með embættismönnum frá Vegagerðinni síðustu vikur sem loks varð af fyrir helgi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.