Guðbjörg heiðruð af FKA

Segir heilmikla afturför í samgöngumálum Eyjanna

29.Janúar'15 | 23:49
FKA-vidurkenningarhatid-29.-januar-2015-(3)

Mynd: fka.is

Það var mikið um dýrðir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu síðdegis í dag þar sem FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir fékk FKA viðurkenninguna í ár.

Á vef FKA segir:

FKA viðurkenninguna 2015

FKA viðurkenninguna 2015 hlaut Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir, einn aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja. Guðbjörg er fædd og uppalin í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands lá leið hennar í Kennaraháskóla Íslands. Hún útskrifaðist sem kennari vorið 1976 og giftist Sigurði Einarssyni, lögfræðingi og þáverandi forstjóra Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja og síðar Ísfélags Vestmannaeyja sem er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.

Árið 2000 var ár áfalla í lífi Guðbjargar, fjölskyldu hennar og sögu Ísfélagsins. Í október það ár féll Sigurður frá – og tveimur mánuðum síðar brann nýtt og glæsilegt frystihús félagsins. Að sögn Guðbjargar kom samt aldrei annað til greina en að halda ótrauð áfram. „Allra vegna“ segir hún. „Bæði fjölskyldunnar og bæjarfélagsins vegna. Þetta var einn af fjölmennustu vinnustöðunum í Vestmannaeyjum og ekki annað í boði en að taka við kyndlinum og reka fyrirtækið áfram“. Það hefur hún gert allar götur síðan með glæsibrag; dugnaði og elju. Sjálf þakkar hún velgengnina ekki síst því hversu heppin hún er með samstarfsfólk – en þeir sem til þekkja eru sammála um að hennar eiginleikar; skynsemi, áhugi og innsæi – skipti ekki minna máli. Ísfélag Vestmannaeyja er nú með starfsemi bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn á Langanesi og er burðarás í báðum bæjarfélögum. Hjá félaginu starfa 250-300 manns. Er þá ótalin öll sú starfsemi sem Guðbjörg kemur að í öðrum félögum.

Heilmikil afturför í samgöngumálum.

Aðspurð segir Guðbjörg nánast allt hafa breyst í sjávarútvegi síðan hún kom fyrst til Eyja árið 1976 – og gildir þá einu hvort litið er til skipakostsins, veiða eða vinnuskilyrða. Flestar eru breytingarnar til bóta. Það sama verður ekki sagt um samgöngumálin. „Í þeim málum hefur orðið heilmikil afturför þegar litið er til Vestmannaeyja“ segir hún. „Fyrirtæki verða að geta stólað á daglegar ferðir upp á land – en undanfarið hefur verið mikill brestur á því. Greiðar og tryggar samgöngur eru lífæð allra framleiðslufyrirtækja og ég tel að við þurfum að fara í átak í samgöngumálum um allt land“ bætir hún við.

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.