Níu börn fæddust í Eyjum í fyrra

28.Janúar'15 | 16:14

Árið 2014 komu 57 nýir Eyjamenn í heiminn. Aðeins 9 af þessum 57 nýburum fæddust þó í Eyjum sökum stöðunnar á Heilbrigðisstofnuninni. Það fylgir því töluverður kostnaður fyrir verðandi foreldra að þurfa að vera fjarri heimahögum vegna þessa svo dögum skipti, svo ekki sé talað um óþægindin sem þessu fylgir.
 

Ef þessi fæðingarfjöldi er settur í samanburð við síðastliðin ár má sjá að færri fæðingar voru í fyrra miðað við árið þar á undan en þá fæddust 66 börn búsett í Eyjum. Ef árið 2012 er hinsvegar skoðað má sjá að það ár voru einungis 35 fæðingar í heildina.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.