Dagbók lögreglunnar:

Átta tilkynningar vegna hvassviðris

26.Janúar'15 | 15:32

Eins og fyrri vika var frekar rólegt hjá lögreglu í liðinni viku og engin alvarleg mál sem upp komu.  Rólegt var yfir skemmtanahaldinu um helgina og fáir sem voru á öldurhúsum bæjarins.

Skömmu fyrir hádegi þann 19. janúar sl. fékk lögreglan átta tilkynningar um að þakplötur og klæðningar væru að losna af húsum hér í bæ, en töluvert suð-austanhvassviðri gekk þá yfir eyjarnar. Ekki varð þó mikið tjón í veðurhamnum og engin slys á fólki.

Að morgni 22. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um vinnuslys í Skipalyftunni en þarna hafði starfsmaður Skipalyftunnar verið að fara niður af tanki í stiga en missteig sig eitthvað og féll úr stiganum.  Maðurinn mun hafa lent á vinstri hlið og er talið að hann hafi brotnað á mjöðm.  Fallið var um 2 metrar.

Eftir hádegi þann 23. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um tvo árekstra sem rekja má til hálku sem skyndilega skall á götum bæjarins.  Ekki var um alvarleg óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.