Vel mætt hjá Ásmundi og Geir Jóni

24.Janúar'15 | 19:59

Í gær boðuðu þeir Ásmundur Friðriksson, þingmaður og Geir Jón Þórisson, varaþingmaður til fundar á Kaffi Kró. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust snarpar umræður. Þeir félagar hófu fundinn með stuttum framsögum og síðan voru leyfðar fyrirspurninr úr sal þar sem rúmlega 70 manns sátu.

Mest var rætt um heilbrigðismál á fundinum og einnig voru töluverðar umræður um samgöngumálin eins og vænta mátti. Þá bar á góma umræða um aðbúnað eldri borgara hér í Eyjum.

 

Heilbrigðismálin.

Einn fundarmanna benti á að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu ætti hvert mannsbarn rétt á að hafa heimilislækni. Hann benti á að hann hefði ekki haft slíkann í nokkur ár og reyndar 30.000 aðrir Íslendingar. Ennfremur sagðist hann hafa lesið tvær greinar eftir nýjann forstjóra HSU þar sem aðalmálið hafi verið annars vegar nýtt merki stofnunarinnar og hins vegar að til stæði að ráða mannauðsstjóra. Á meðan stefndi í að einungis einn fastráðinn læknir yrði hér í Eyjum.

Ásmundur sagði stöðuna  mjög erfiða. Hann sagði mjög mikilvægt að skilgreint verði grunnþjónusta sem hægt sé að ganga að allt árið. Einnig greindi hann frá að búið væri að tryggja nýtt sneiðmyndatæki sem sett yrði upp á næstu mánuðum. Vissulega væri það svo að alltaf yrði að sækja ákveðna sérþjónustu á höfuðborgarsvæðið en að það yrði að tryggja öryggi íbúana sem hér búa. Þá sagðist hann hafa rætt við forstjóra HSU og fullyrti hún að mönnum lækna yrði tryggð á HSVE.

Ennfremur sagði Ásmundur að fundur sem þessi væri mikilvægur, þessar upplýsingar myndi hann fara með fyrir sinn þingflokk og benda á það sem betur má fara og endurspegla það sem fólkið í bæjarfélögunum er að glíma við.

Varðandi málefni eldri borgara þá kom fram hjá fundarmanni að í dag bíða 29 aðilar eftir plássi á Hraunbúðum sem nú þegar eru komnir með vistunarmat. Þar eru í dag rými fyrir 36 manns og síðan er pláss fyrir 7 aðila á HSVE. Þá er brýnt að koma á deild innan Hraunbúða sem hýsir það fólk sem er heilabilað.

 

Í lokin er rétt að hrósa þeim félögum, Ásmundi og Geir Jóni. Ekki er algengt að boðað sé til fundar á miðju kjörtímabili af kjörnum fulltrúum og hvað þá á landsbyggðinni. En þetta er hægt og greinilega ekki vanþörf á - ef marka má mætinguna.

Hver skildi koma næst - og þá hvenær?

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.