Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Þakklæti til hins íslenska karlmanns

23.Janúar'15 | 14:17

Um leið og ég óska íslenskum karlmönnum til hamingju með bóndadaginn,  langar mig um leið að þakka ykkur fyrir allt sem þið leggið á ykkur til að gera okkar heim betri, einfaldari, fallegri og þægilegri. Það eru ófáir hlutirnir sem karlmenn hafa fundið upp til þess eins að gera líf okkar betra á einn eða annan hátt. Þið leggið ótrúlega mikið á ykkur til þess eins að við getum haft það aðeins betra. Ég veit að það getur stundum verið erfitt að vera frá fjölskyldunum og  geta ekki tekið þátt í heimilislífinu eins og þið hefðuð annars viljað, þegar þið eruð að gera ykkar allra besta til að gera okkar líf betra. Takk, takk. Þið eruð snillingar!

Þið dásamlegu karlmenn!  Þið eruð ótrúlegir þegar kemur að því að hugsa um og passa upp á konurnar í lífinu ykkar. Það er nánast alveg sama hver, hvar, hvenær eða undir hvaða kringumstæðum  - Þegar kona er í vandræðum, þá eruð þið til taks. Ef það þarf að laga eitthvað, redda einhverju eða jafnvel bara að lyfta þungu eða opna krukku, þá eruð þið mættir. Stundum meira að segja án þess að vera beðnir um aðstoðina. Þið bara mætið, farið í málin og græið það sem þarf að græja. Shit, hvað það er töff. Þið eruð svo með‘etta. Þið eruð klárlega hetjurnar okkar!

Þið eruð líka algerir snillingar þegar kemur að því að sýna yfirvegun, stillingu og styrk á erfiðum stundum. Þá er sko hægt að stóla á ykkur. Uuuu.... Kannski ekki alveg á sama hátt og við gerum fyrir hvor aðra, heldur á þann hátt sem þið kunnið best – með því að leysa úr þeim vandamálum sem við erum að glíma við. Við þurfum á því að halda, því við erum upp til hópa tilfinningaverur. Þegar tilfinningarnar brengla skynsemina okkar, þá er alveg ótrúlega gott að geta stólað á yfirvegaða rökhugsun frá ykkur. Þið eruð alveg dásamlegir. Jú, ég veit alveg að stundum tölum við í hringi og þið eigið erfitt með að greina hvert raunverulegt vandamálið er, en það fyndna er að með því að leyfa okkur að tala (og tala og tala...) þá fáum við þá dýrmætu tilfinningu að þið séuð til staðar fyrir okkur, til að hlusta og styðja. 

Fyrir þetta (og allt hitt líka) fáið þið mína einlægustu þökk, mína dýpstu virðingu og óendanlega aðdáun.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is