Fréttatilkynning frá forstjóra HSU:

Fjárfest í nýju tölvusneiðmyndatæki

23.Janúar'15 | 17:01

Forstjóri HSU ásamt framkvæmdastjórn hefur ákveðið að gengið verði til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands  í Vestmannaeyjum.  Kaupin á nýja tækinu eru unnin í samvinnu við konur í kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyjum sem hafa af miklum myndarskap og þrautseigju safnað fé til kaupa á tækinu.

Eldra tölvusneiðmyndtæki í Vestmannaeyjum hefur verið ónothæft síðast liðið ár og ekki hefur því verið kostur á því að greina ýmis einkenni og sjúkdóma á staðnum.  Af því hefur hlotist viðbótarkostnaður við sjúkraflug í einhverjum tilfellum.  Vegna rekstrarvanda hjá fyrrum Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur ekki verið mögulegt að festa kaup á slíku tæki og því ber að þakka Líknarkonum framlag þeirra til samfélagsins í Vestmannaeyjum. Nýtt og fullkomnara myndgreiningartæki mun því að einhverju leyti spara þjónustuþegum HSU á svæðinu ferðir til rannsókna annars staðar. Með nýja tækinu verður jafnframt hægt að veita nánari greiningu á ýmsum vandamálum og tryggja öruggri meðferð við einkennum og bráðum veikindum.

 

Vonir standa til að nýtt tæki verði tekið í notkun eigi síðar en í maí á þessu ári, segir í tilkynningu sem að Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri skrifar undir.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.