Næst mestum uppsjávarafla landað í Eyjum

Árið 2014

21.Janúar'15 | 06:39

Eins og undanfarin ár var mestum uppsjávarafla landað á Neskaupstað, eða 179.827 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum, eða 106.154 tonnum, og því næst kemur Vopnafjörður með 86.474 tonn.

Heildarafli sem landað var í uppsjávartegundum í íslenskum höfnum á síðsta ári nam 723 þúsund tonnum sem er umtalsverður samdráttur miðað við árið 2013 en þá komu 924 þúsund tonn á land. Þegar rýnt er í gögn Fiskistofu þá var samdráttur í löndun á Neskaupsstað árið 2014 miðað við 2013 um 30 þúsund tonn eða sem nemur 14,4%. 

Uppistaðan í uppsjávaraflanum sem landaður var á Neskaupsstað í fyrra var kolmunni 61.736 tonn (34,3%), síldaraflinn var 43.477 tonn (24%) og loðnuaflinn var 36.054 tonn (20%). Árið 2003 var kolmunni 43,6% af öllum uppsjávarafla sem landað var í Neskaupstað og árið 2006 var hlutur kolmunna 30,5%.

Landanir á uppsjávarafla undanfarin ár færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42% af öllum uppsjávarafla landað á Austurlandi en hlutfallið hefur síðan vaxið nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það  61% sem er svipað hlutfall og á fyrra ári (sjá mynd). Suðurland er sem áður í öðru sæti með 15% af lönduðum afla og kom hann á land nánast eingöngu í Vestmannaeyjahöfn. Í Neskaupsstaður var landað um 25% uppsjávaraflans.

Þegar horft er til löndunar á helstu tegundum uppsjávarfisks þá var mestu landað af loðnu á Neskaupsstað eða rúmlega 36 þúsund tonnum, sem eru 22,8% af þeim uppsjávarafla sem þar kom á land og 20,1% af allri landaðri loðnu hér á landi. Neskaupsstaður er einnig með stærstan hluta af þeirri síld sem lönduð var hér á landi eða 27,5% (43.477 tonn) en Vestmannaeyjar koma næst með 16,4% og Hornafjörður með 14%. Það kemur heldur ekki á óvart að Neskaupstaður trjónir einnig á toppnum þegar horft er til löndunar á makríl en í Neskaupsstað var landað 38.542 tonnum í fyrra eða 18,8% af allri makríl sem lönduð var í íslenskum höfnum. Skammt á eftir koma Reykjavíkurhöfn með 32.404 tonn (15,8%) og Vestmannaeyjar með 32.185 (15,7%).

 

 

Hér má síðustu ár í löndun uppsjávarafla í Vestmannaeyjum síðustu ár:

Heiti Hafnar 2010 2011 2012 2013 2014
Vestmannaeyjar 125.038 153.049 196.396 173.297 106.154

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.