Æfingagjöld ÍBV íþróttafélags hækka um 5-15%

21.Janúar'15 | 15:36

Ákveðið hefur verið að aldursskipta æfingagjöldum hjá ÍBV íþróttafélagi og er skiptingin tengd ferðakostnaði og æfingafjölda að því er fram kemur á heimasíðu félagsins. Þá munu gjöldin hækka um 5-15%. Minnst hjá yngstu iðkendunum en aukast eftir því sem börnin eru eldri.

Eftir sem áður eiga iðkendur sem greitt hafa æfingagjöld þess kost að æfa bæði handbolta og fótbolta.

Ennfremur segir:

Ákveðið var á fundi aðalstjórnar 16. janúar:
       að aldursskipta æfingagjöldunum eftir aldri iðkenda.
Gjöldin hækka um 5% í aldurshópnum 7-10 ára, 10% í 11-12 ára og 15% í 13-16 ára – kostnaður félagsins er meiri við eldri iðkendur (fleiri æfingar og fleiri ferðir).
Á árinu 2015 mun félagið kosta í samvinnu við Eimskip ferðir með Herjólfi hvort sem það er á Íslandsmót eða æfingamót*.
Ákveðið var að halda áfram að rukka eitt verð hvort sem krakkar eru í einu sporti eða tveimur.
 
- Félagið skaffar foreldrafélögum ÍBV íþróttafélags vinnu fyrir að meðaltali 13.900 ár ári per iðkanda en þessi vinna tengist mótunum okkar, Þrettándanum og Þjóðhátíð. Einnig standa foreldrafélögin í samvinnu við unglingaráð fyrir mörgum öðrum fjáröflunum.
 *að öllu óbreyttu.

 

Gjöldin verða því í ár:

7-10 ára 61.950 kr. árgjald
11-12 ára 64.900 kr. árgjald
13-16 ára 67.900 kr. árgjald
 

 

Nánar um málið inná heimasíðu ÍBV.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is