Fréttatilkynning:

Bjarminn - samtök gegn kynferðislegu ofbeldi

20.Janúar'15 | 13:59

Bjarminn eru nýstofnuð samtök hér í Vestmannaeyjum. Það eru systurnar Inga og Unnur Guðgeirsdætur sem standa að stofnun samtakanna.
Markmið samtakanna eru að gefa þolendum kynferðisofbeldis, konum jafnt sem körlum vettvang til að koma saman og deila reynslu sinni með öðrum sem lent hafa í kynferðisofbeldi.

Það er stórt skref fyrir konur og karla að opna á afbrot sem framin hafa verið á þeim, því er mikilvægt að á þessum fundum ríki nafnleynd og 100% trúnaður. Við sem lent höfum í kynferðisofbeldi deilum yfirleitt sömu tilfinningum og reynslu.

Að vinna úr reynslu eins og kynferðisafbroti er ekki auðvelt. Við erum búin að lifa með feluleiknum , skömminni og sektarkenndinni svo lengi að þetta er orðið hluti af okkar lífi. Bjarminn hefur haldið einn fund og var hann vel sóttur, sem sýnir að þörfin er mikil.

Við munum fá til okkar ráðgjafa með fyrirlestra og ýmislegt mun verða í boði þegar fram í sækir .
Bjarminn er fyrir bæði konur og karla sem lent hafa í kynferðisofbeldi og nauðgunum og mun Bjarminn vera til staðar allt árið hér í Vestmannaeyjum.

Næsti fundur Bjarmans verður næstkomandi miðvikudag 21. janúar kl: 20.00.
Fundirnir verða til að byrja með í fundarherberginu í Múla Magasín.

Hafir þú áhuga á að vita meira um starfsemina og langar að vera með okkur  er ykkur velkomið að hringja.
Inga Guðgeirsdóttir  Sími - 481 2679     Gsm – 618 1077
Unnur Guðgeirsdóttir  Sími – 481 3153  Gsm – 779 1714

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.