Dagbók lögreglunnar:

Missti stjórn á ökutækinu sökum hálku

19.Janúar'15 | 17:19

Lögreglan.

Eftir nokkuð annasamar vikur í byrjun árs var síðasta vika með rólegra móti hjá lögreglu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og lítið um útköll á öldurhús bæjarins. Eitthvað var þó, að vanda, um að aðstoða þyrfti fólk vegna hinna ýmsu atvika sem upp komu í tengslum við skemmtanahald þess.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku án þess þó að um slys á fólki hafi verið um að ræða. Óhappið átti sér stað á gatnamótum Kirkjuvegar og Skólavegar en ökumaður bifreiðar sem ekið var eftir Kirkjuvegi missti stjórn á akstrinum sökum hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin sem hann ók lenti á kyrrstæðri bifreið sem var á gatnamótunum.  Önnur bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn og var flutt í burtu með kranabifreið. 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).