Forstjóri svarar ekki!

16.Janúar'15 | 14:13

Þann 9. desember sendi ritstjórn Eyjar.net spurningar á nýjann forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Herdísi Gunnarsdóttur. Ritstjórn telur rétt að gera spurningarnar opinberar í þeirri von að forstjórinn svari þeim.

Eins og áður segir eru þær sendar fyrir rúmum mánuði síðan - og í millitíðinni hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar við stofnunina.

 

1.  Í tilefni ef upplýsingum um að fjárhagsleg staða Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum (HSV) sé slæm er spurt:
 
a.  Telurðu að óráðsía í rekstri HSV sé ástæða slæmrar stöðu?
b.  Ef svo er, í hverju var hún fólgin?
c.  Ef ekki, vantar frekari fjárframlög til stofnunarinnar?
d.  Með hvaða hætti er unnið að auknum fjárframlögum til HSV?  Er það í þínum höndum eða annarra, t.d. þingmanna, bæjarfulltrúa eða embættismanna?
e.  Telur þú núverandi stöðu stofnunarinnar viðunandi?  Í því sambandi er rétt að taka fram að 2 af 4 heilsugæslulæknum hafa hætt.  Sá 3. er að hætta í sumar.  Skurðlæknir er kominn í 25% hlutastarf og skurðstofa lokuð.  Lyflæknir hugsanlega í leið í stjórnsýslustarf í umdæminu.  Hvað er eftir?  Er rétt að kalla til aðila sem þekkja til rústabjörgunarstarfa?

 

Ritstjórn fékk sama dag, neðangreint svar frá forstjóra:

Það er sjálfsagt að svara spurningum þínum og ég mun gera það nú í vikunni. Mér þykja spurningarnar hins vegar ansi gildishlaðnar og minni á að rekstur stofnunarinnar er á ábyrgð forstjóra og að hún sé rekin innan ramma fjárlaga. Það er mikil vinna í gangi núna við að afla fés til að vinna á vanda liðinna ára og því mikilvægt að átta sig á að það er nauðsynlegt að tryggja fjármagn. Mönnun verður að sjálfsögðu tryggð.

 

Og við þessu var brugðist með eftirfarandi skeyti frá ritstjóra:

Já, það er á ábyrgð forstjóra stofnunar að halda sig innan fjárlaga.  Það er síðan á ábyrgð Alþingis/stjórnvalda að fjárheimildir séu nægar fyrir nauðsynlegum rekstri.  Síðan er það hugsanlega á ábyrgð fjölmiðla að spyrja spurninga og fá svör þannig að fyrir liggi hvar vandinn liggi.  Þannig hafa allir sitt hlutverk.Vissulega getur ritstjórn fallist á að síðasta spurningin er gildishlaðin - en ekki er fallist á þau rök í hinum tilfellunum.

Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum er vandi á höndum. Nýr forstjóri sagði orðrétt í sínum skrifum:

Ég tel það skyldu mína og hlutverk að upplýsa íbúa Suðurlands um stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hvaða breytingar og verkefni eru nú í gangi hjá stofnuninni í tengslum við sameiningarferlið og þróun þjónustunnar.


Hér með er skorað á nýjann forstjóra að svara þeim spurningum sem beint er til hennar, svo hægt sé að upplýsa íbúa um alvarlega stöðu stofnunarinnar!

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).