Heilbrigðismál rædd í bæjarráði:

Miklar áhyggjur af versnandi stöðu

15.Janúar'15 | 05:40
Herdis_sjukrahus2

Herdís verður boðuð á fund bæjarráðs

Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af versnandi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og vaxandi kostnaðar vegna sjúkraflugs til og frá Eyjum. Þetta segir m.a í bókun ráðsins um ástand mála á Heilbrigðisstofnuninni hér í Eyjum. Þá óskar bæjarráð eftir því að nýráðin framkvæmdastjóri komi til næsta fundar bæjarráðs til að ræða þá erfiðu stöðu sem uppi er vegna þeirrar gríðarlegu þjónustuskerðingar sem orðið hefur í Vestmannaeyjum á seinustu misserum.

Bókun bæjarráðs er sem hér segir:

Heilbrigðismál

Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af versnandi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og vaxandi kostnaðar vegna sjúkraflugs til og frá Eyjum. Það þarf ekki að koma á óvart að eftir því sem þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið skert þá hefur kostnaður vegna sjúkraflugs aukist. Staðreyndin er enda sú að fólk veikist og slasast alveg jafnt þótt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni sé skert. Breytingin er því eingöngu sú að þjónusta sem áður var veitt td. á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er nú veitt í Reykjavík. Skerðing á bráðaþjónustu og viðbragðsgetu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur því orðið til þess að frá 2013 til 2014 er um 70% fjölgun í sjúkraflugi að ræða.


Bæjarráð bendir heilbrigðisyfirvöldum enn og aftur á að kostnaður við sjúkraflug er verulegur eða um 600 þúsund krónur pr. hvert flug. Kostnaður vegna flutnings sjúklinga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á árinu 2014 er því vart undir 75 milljónum. Þar við bætist kostnaður vegna læknisþjónustunnar sjálfrar sem sjúklingum frá Vestmannaeyjum er veitt í Reykjavík sem og sá viðbótarkostnaður sem Tryggingastofnun ríkisins verður fyrir vegna hreppaflutninga sjúklinga.


Enn er þá ótalinn sá gríðarlegi kostnaður sem sjúklingar og aðrir þjónustuþegar heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum þurfa sjálfir að bera.


Bæjarráð ítrekar því þá kröfu sína að tafarlaust verði brugðist við bráðavanda heilbrigðisstofnunar í Vestmannaeyjum og fjármagn heldur nýtt til að auka heilbrigðisþjónustu frekar en að flytja hana til.


Þá óskar bæjarráð eftir því að nýráðin framkvæmdastjóri komi til næsta fundar bæjarráðs til að ræða þá erfiðu stöðu sem uppi er vegna þeirrar gríðarlegu þjónustuskerðingar sem orðið hefur í Vestmannaeyjum á seinustu misserum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is