Harmar aðför ríkisvaldsins gegn landsbyggðinni

15.Janúar'15 | 07:01

Á síðasta fundi bæjarráðs var til umfjöllunar lokun vinnumálastofnunar á útibúi í Vestmannaeyjum, sem kom til framkvæmda nýverið. Bæjarráð harmar þá aðför gegn landsbyggðinni sem ríkisvaldið stendur fyrir á forsendum flutnings opinberra starfa.

Bókun ráðsins:

Lokun afgreiðslu Vinnumálastofnunar í Vestmannaeyjum.
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um lokun vinnumálastofnunar á útibúi í Vestmannaeyjum og tilheyrandi þjónustuskerðingar. Í kjölfar þess verður lagt niður stöðugildi starfsmanns og þjónustan flutt inn á atvinnusvæði borgarinnar.

Bæjarráð harmar þá aðför gegn landsbyggðinni sem ríkisvaldið stendur fyrir á forsendum flutnings opinberra starfa. Þrátt fyrir að óvíða séu færri ríkisstörf á bak við við hvern íbúa en í Vestmannaeyjum hefur hvert starfið eftir annað verið flutt frá Eyjum inn á atvinnusvæði borgarinnar sem í dag nær frá Borgarnesi, út að Árborg og yfir í Reykjanesbæ. Með störfunum fara bæði tækifæri og þjónusta. Sem dæmi um þessi störf má nefna stöðugildi á vegum Vinnumálstofnunar, Fiskistofu, Veðurstofu, heilbrigðisstofnunar, Vinnueftirlitis, Matís og fl.

Bæjarráð fagnar þeirri umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum um flutning starfa frá atvinnusvæði borgarinnar á landsbyggðina og gerir ráð fyrir að flutningi starfa frá Vestmanneyjum verði sami áhugi sýndur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.