Harmar aðför ríkisvaldsins gegn landsbyggðinni

15.Janúar'15 | 07:01

Á síðasta fundi bæjarráðs var til umfjöllunar lokun vinnumálastofnunar á útibúi í Vestmannaeyjum, sem kom til framkvæmda nýverið. Bæjarráð harmar þá aðför gegn landsbyggðinni sem ríkisvaldið stendur fyrir á forsendum flutnings opinberra starfa.

Bókun ráðsins:

Lokun afgreiðslu Vinnumálastofnunar í Vestmannaeyjum.
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um lokun vinnumálastofnunar á útibúi í Vestmannaeyjum og tilheyrandi þjónustuskerðingar. Í kjölfar þess verður lagt niður stöðugildi starfsmanns og þjónustan flutt inn á atvinnusvæði borgarinnar.

Bæjarráð harmar þá aðför gegn landsbyggðinni sem ríkisvaldið stendur fyrir á forsendum flutnings opinberra starfa. Þrátt fyrir að óvíða séu færri ríkisstörf á bak við við hvern íbúa en í Vestmannaeyjum hefur hvert starfið eftir annað verið flutt frá Eyjum inn á atvinnusvæði borgarinnar sem í dag nær frá Borgarnesi, út að Árborg og yfir í Reykjanesbæ. Með störfunum fara bæði tækifæri og þjónusta. Sem dæmi um þessi störf má nefna stöðugildi á vegum Vinnumálstofnunar, Fiskistofu, Veðurstofu, heilbrigðisstofnunar, Vinnueftirlitis, Matís og fl.

Bæjarráð fagnar þeirri umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum um flutning starfa frá atvinnusvæði borgarinnar á landsbyggðina og gerir ráð fyrir að flutningi starfa frá Vestmanneyjum verði sami áhugi sýndur.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).