FÍV áfram í Gettu betur

14.Janúar'15 | 07:19

Þessa dagana stendur yfir fyrsta umferð Gettu betur - spurningakeppni framhaldsskólana. Í gærkvöld áttust við lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Menntaskólans á Egilsstöðum.

Lið FÍV er skipað þeim Svanhildi Eiríksdóttur, Ólafi Frey Ólafssyni og Þórði Erni Stefánssyni. Vestmannaeyingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu eftir æsispennandi viðureign með 20 stig gegn 16 stigum Menntaskólans á Egilsstöðum og eru því komin áfram í 2 umferð keppninnar.

Fjórtán sigurlið fyrri umferðar fara áfram í aðra umferð ásamt sigurliðinu frá í fyrra, MH, sem situr hjá í fyrri umferð. Þá fer stigahæsta tapliðið einnig áfram í aðra umferð.  Nú eru átta lið örugg áfram í aðra umferð keppninnar en það eru lið Borgarholtsskóla, Kvennaskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólans á Akureyri. Sem stendur eru þrjú lið jöfn að stigum sem stigahæsta tapliðið en það eru lið Menntaskóla Borgarfjarðar, lið Menntaskólans á Ísafirði og lið Menntaskólans á Egilsstöðum, öll með 16 stig.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.