Ákveðið að ganga til samninga við Hressó

14.Janúar'15 | 17:52

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hafa bæjaryfirvöld ákveðið að ganga til samninga við Líkamsrætarstöðina ehf / Hressó um rekstur líkamsræktarsals í Íþróttamiðstöðinni. Tvö tilboð bárust í reksturinn. Annað frá núverandi rekstraðila, Gym og hitt frá Líkamsrætarstöðinni ehf / Hressó.

Líkamsrætarstöðin ehf / Hressó heldur um þessar mundir uppá 20 ára afmæli sitt og hefur starfsfólk stöðvarinnar verið óþreytandi í því að reyna að halda Eyjamönnum í formi í gegnum þessa tvo áratugi.

 

Annars er bókun bæjarráðs um málið eftirfarandi:

 

Afgreiðsla á tilboðum vegna leigu á íþróttasal í Íþróttamiðstöðinni.

 

Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá framkvæmdarstjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs. Þar kemur ma. fram að tvö tilboð hafi borist í leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda á eftirfarandi forsendum:

i.Í samræmi við 21. gr. Innkaupareglna Vestmannaeyjabæjar skal bjóðandi vera skuldlaus við Vestmannaeyjabæ þegar samningar hefjast.

ii.Bjóðandi skal leggja fram lista yfir þau tæki og tól sem í boði verða salnum ásamt bankatryggingu fyrir fjármögnun á kaupum þeirra.

iii.Bjóðandi skal leggja fram bindandi verðhugmyndir á árskortum.


iv.Bjóðandi skal leggja fram bindandi hugmyndir um aðgengi almennings að salnum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.