Dagbók lögreglunnar:

Tröll þurfti aðstoð lögreglu

12.Janúar'15 | 18:33

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu.  Þrettándagleðin fór fram með ágætum í ágætisveðri.   Reyndar þurfti eitt tröllið, sem tók þátt í gleðinni, aðstoð lögreglu til að komast í helli sinn en það hafði víst sett of mikið af „Grýluglundri“ ofan í sig og átti erfitt með gang.

Síðdegis þann 11. janúar sl. var óskað eftir aðstoð lögreglu að húsi hér í bæ sökum skemmda sem þar voru unnar, auk þess sem húsráðandi var eitthvað lemstraður.  Málsatvik eru óljós og er málið í rannsókn.

 

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og var í öðru tilvikinu um var að ræða skemmdir á bifreið sem stóð fyrir utan Fífilgötu 3.  Ekki er vitað hver þarna var að verki né hvenær skemmdirnar voru unnar, en um er að ræða rispu á hægri hlið bifreiðarinnar.   Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Í hinu tilvikinu var um að ræða skemmdir á garðhúsgögnum og rennu á veitingastaðnum Lundanum en einn af gestur staðarins henti húsgögnum sem voru á svölum staðarins niður á götu með þeim afleiðingum að renna brotnaði og skemmdir urðu á húsgögnunum.  Sá sem þarna var að verki viðurkenndi skemmdirnar og kvaðst ætla að bæta tjónið sem hann olli.

 

Skömmu eftir miðnætti þann 10. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um að farið hafði verið inn í hús við Heiðarveg, líklega fyrr um kvöldið þegar heimilisfólkið var að heiman.  Engu var stolið, svo vitað sé, en skemmdir voru unnar á rafmagnspíanói sem var á stigapalli við útidyrahurðina.  Talið er að vatni hafi verið helt yfir píanóið.  Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar sökum ölvunar og óspekta, en hann braut m.a. rúðu í lögreglubifreiðinni sem flutti hann á lögreglu stöðina.

 

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um aksturs undir áhrifum ávana- og fíkinefna.    Fimm aðrir ökumenn væru kærðir í vikunni vegna hinna ýmsu umferðarlagabrota m.a. brot á stöðvunarskyldu, ólöglega lagningu ökutækis, réttindaleysis við akstur og vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar.

Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í flestum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.   Í einu tilviki voru bifreiðar það skemmdar að draga þurfti þær í burtu með kranabifreið.   Flest þessi óhöpp eru sökum þeirrar hálku sem er búin að vera á götum bæjarins að undanförnu.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.