Aukning löndunar botnfisks í Eyjum

12.Janúar'15 | 13:53

Vestmannaeyjahöfn er áfram í þriðja sæti er litið er til löndunar á botnfiski á síðasta ári. Þá var landað í Eyjum rúmum 33 þúsund tonnum og jókst magnið á milli ára um 1,8% eða um 587 tonn.

Á nýliðnu ári var 87.786 tonnum landað í Reykjavíkurhöfn og er hún að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað. Samdráttur var þó milli ára eða um hvorki meira né minna en 8.411 tonn eða sem nemur um 8,7%.  Reykjavík er þrátt fyrir þennan mikla samdrátt langmesta löndunarhöfn landsins. Sú höfn sem kemur næst er Grindavíkurhöfn með 41.819 tonn. Þar varð einnig samdráttur milli ára eða um 4,1%.

Sú höfn sem eykur mest við sig á lönduðum botnfiskafla er Dalvíkurhöfn með 3.454 tonn sem er 21% aukning. Hins vegar er mest hlutfallsleg aukning á Eskifirði eða um 94,5%. Þetta segir í samantekt Fiskistofu um síðastliðið ár.

Listi yfir tíu mestu löndunarhafnirnar á síðasta ári má sjá hér í töflunni - ásamt því í hvaða sæti þær hafnir voru árið áður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá þróun síðustu ára á löndunum botnfisks í Vestmannaeyjahöfn:

Heiti Hafnar 2010 2011 2012 2013 2014
Vestmannaeyjar 22.117 25.703 28.011 32.556 33.143

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is