Rekstraráætlun innan ramma fjárlaga

10.Janúar'15 | 13:09
ny-framkvaemdarstorn-hsu-2015

Nýja framkvæmdastjórnin

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands hefur ekki enn svarað spurningum Eyjar.net - sem sendar voru til hennar fyrir mánuði síðan og snéru að fjárhagsvanda Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Hún ritar hinsvegar pistil inná heimasíðu HSVE og þar segir...

Nú hefst tími framþróunar og breytinga hjá okkur og við þurfum á öllum að halda í þeim verkefnum sem við leggjum að stað með fyrir nýju stofnunina okkar. Eitt er sem breytist nú er hvernig við ávörpum þjónustuþega í síma.
Ýmis verkefni eru framundan í uppbyggingunni.  Við þurfum að ljúka verkefnum sem eru nú í gangi varðandi sameininguna, ýmis praktísk mál og verða þau kynnt jafnóðum.
 
Við höfum skilað rekstraráætlun fyrir árið 2015 sem er innan ramma fjárlaga, en þurfum þó áfram að gæta aðhalds í rekstri og draga úr breytilegri yfirvinnu eins og kostur er.  Jafnframt munum við þegar líður á árið skoða ferla í tengslum við ákveðna þjónustuþætti og finna leiðir til að gera þjónustuna betri og skilvirkari fyrir sjúklinga og stofnunina í heild sinni.

Nýtt skipurit verður kynnt nú í janúar og til stendur að ráða mannauðsstjóra við stofnunina, en starfið hefur nú verið auglýst laust til umsóknar.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.