Safna fé til styrktar Krabbavörn í Eyjum

7.Janúar'15 | 09:20
Visir_180914

Mynd: vísir.is

Vinkonurnar Ragnheiður Rut Georgsdóttir og Sæbjörg Snædal Logadóttir, sem kalla sig gömlurnar, vonast til að safna 1,5 milljónum króna með sölu á dagatölum til styrktar krabbameinssjúkum.

„Við fengum þau í hendurnar 2. janúar og erum að selja þetta á fullu,“ segir Ragnheiður Rut aðspurð, en Fréttablaðið greindi frá tilurð dagatalanna í haust. Stöllurnar hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett myndir inn á Facebook, sem rötuðu svo inn í dagatölin.

Þær byrjuðu á að selja þau í heimabæ sínum, Vestmannaeyjum, og voru að sjálfsögðu uppáklæddar og með góða skapið í farteskinu. „Okkur var sjúklega vel tekið. Það er bara gaman að láta gott af sér leiða og fólk tekur bara þátt í því með okkur,“ segir Ragnheiður Rut en þær ætla að halda áfram sölunni í Eyjum á fimmtudaginn.

Vinkonurnar fengu styrktaraðila til að borga prentun dagatalanna og rennur söluhagnaðurinn því óskiptur til Krabbavarna í Vestmannaeyjum, Krabbameinsfélags Íslands og Félags krabbameinssjúkra barna. Ef salan gengur vel býst Ragnheiður við því að gerð dagatala verði árlegur viðburður. „Við höfum svo gaman af þessu. Þetta er engin vinna, bara skemmtun.“ 

 

Fréttablaðið greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.