Dagskrá þrettándahátíðar 2015

7.Janúar'15 | 20:04

Um næstu helgi verður sannkölluð vetrarhátíð hér í Eyjum. Hún hefst raunar annað kvöld með Eyjakvöldi Blítt og létt hópsins á Kaffi Kró. Dagskráin nær hámarki á föstudagskvöld er þrettándagleði ÍBV verður haldin. Ef veðurguðirnir verða ekki hagstæðir okkur færist gleðin yfir á laugardag. Annars lýtur dagskráin svona út.

Fimmtudaginn 8. janúar

Kl. 21 | Blítt og létt hópurinn kemur fram á Eyjakvöldi á Kaffi Kró

 

Föstudaginn 9. janúar

Kl. 14 – 15.30 | Diskó - grímuball Eyverja í Höllinni

Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum.

Kl. 19 | Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV

Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl .

Kl. 00 | Þrettándaball

Stórsveitin BUFF leikur fyrir dansi.

 

 
 

Laugardaginn 10. janúar

Kl. 12 – 15 | Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara, allir íþróttasalir opnir. Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna. Leikfélag Vestmannaeyja verður á staðnum.

Kl. 13 – 17 | Langur laugardagur í verslunum

Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins.

Kl. 13| Einarsstofa

Opnun myndlistarsýningar á verkum Jóhönnu Erlendsdóttur, móður Guðna Hermansen. Sýningin er unnin í samstarfi við barnabörn Jóhönnu sem munu fjalla stuttlega um þessa gleymdu listaperlu Eyjanna.

Kl. 13.30| Bryggjan, Sagnheimar

Úrslit í myndakeppni Sagnheima- Vilborg og hrafninn. Georg víkingur, vinur Vilborgar, kemur í heimsókn. Allir fá að fara í sjómann við alvöru víking.

Kl. 14| Bryggjan, Sagnheimar

Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttur kynnir og les upp úr nýrri sögu sinni, Silfurskrínið.

Kl. 16.15| Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

ÍBV-Grótta í handknattleik kvenna

Kl. 20.30| Höllin

Blítt og létt hópurinn í Höllinni. Húsið opnar kl. 20.30 og skemmtikvöldið hefst kl. 21.30. Miðaverð er 1.000 kr. Opið á Háaloftinu á eftir.

 

Sunnudaginn 11. janúar

Kl. 14 | Þrettándagleðimessa í Stafkirkjunni. Séra Kristján Björnsson.

 

Eldheimar opnir alla helgina frá 13-17, hefðbundinn opnunartími í Sagn -og Sæheimum. 

 

Bregðist veðrið á föstudeginum færist gangan yfir á laugardag.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.