Land­eyja­höfn of grunn fyr­ir nýjan Herjólf

6.Janúar'15 | 10:36

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur hef­ur siglt til Þor­láks­hafn­ar und­an­farið þar sem dýpi hef­ur ekki verið nægj­an­legt í Land­eyja­höfn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­göngu­stofu er beðið eft­ir tæki­færi til að hefja dýpk­un en veður hef­ur verið rysj­ótt og sjó­lag erfitt við höfn­ina.

Greint er frá þessu á vef Eyja­f­rétta. Þar seg­ir, að dýpi við Land­eyja­höfn hafi síðast verið mælt 27. des­em­ber síðastliðinn.

Eyja­f­rétt­ir segj­ast hafa heim­ild­ir fyr­ir því að mesta dýpi á milli hausa hafn­argarðanna hafi mælst þrír metr­ar en minnst 1,9 metr­ar. Þetta þýði að höfn­in sé kol­ó­fær fyr­ir Herjólf, sem rist­ir 4,3 metra. Einnig sé höfn­in ófær fyr­ir nýja ferju sem rætt sé um að smíða en hún eigi að rista 2,8 metra. Vík­ing­ur rist­ir 2,6 metra og get­ur því ekki held­ur siglt um höfn­ina við þess­ar aðstæður.

Þá kem­ur fram, að Sam­göngu­stofa muni mæla dýpið í höfn­inni þegar aðstæður leyfi en und­an­farið hafi hafn­sögu­bát­ur­inn Lóðsinn verið notaður til verks­ins.

„Lóðsinn rist­ir 3,2 metra og rétt komst inn um aust­an­verða inn­sigl­ing­una 22. des­em­ber síðastliðinn. Þegar átti að sigla skip­inu út í sigl­inga­merkj­um um miðja inn­sigl­ing­una vildi ekki bet­ur til en svo að hafn­sögu­bát­ur­inn strandaði. Skip­stjóra tókst þó að losa skipið með því að bakka aft­ur inn í höfnina. Í fram­haldi var siglt sömu leið út um aust­an­verða inn­sigl­ing­una þar sem dýpið er mest,“

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.