Dagbók lögreglunnar:

Hátíðarhöld gengu ágætlega

6.Janúar'15 | 14:45

Lögreglan,

Frekar rólegt var hjá lögreglu í liðinni viku og yfir áramótin og fór skemmtanahald fram með ágætum. Eitthvað var um stympingar og hefur þegar ein kæra verið lögð fram vegna líkamsárásar. Annars gengu hátíðarhöld ágætlega yfir áramótin og ekki er vitað til að um slys eða óhöpp hafi orðið vegna meðferðar skotelda.

Ein líkamsárás var kærð eftir í liðinni viku en um var að ræða áverka sem gestur á einum af veitingastöðum bæjarins fékk eftir samskipti sín við dyravörð. Sauma þurfti fimm spor til að loka sári á hnakka þess sem fyrir áverkunum varð. Málsatvik liggja ekki fyrir en málið er í rannsókn.

Þann 30. desember sl. var lögreglu tilkynnt um árekstur á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar en þarna hafði bifreið sem ekið var suður Heiðarveg verið ekið inn á gatnamótin og í veg fyri bifreið sem ekið var vestur Kirkjuveg. Áreksturinn var nokkuð harður og voru ökumenn og farþegi í annarri bifreiðinni fluttir á Heilsugæslu Vestmannaeyja til skoðunar. Meiðsl þeirra munu ekki hafa verið alvarleg. Bifreiðarnar skemmdust nokkuð og þurfti að draga aðra þeirra á brott með kranabifreið.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur auk þess sem hann ók sviptur ökuleyfi. Þá liggur fyrir ein kæra vegna brota á stöðvunarskyldu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.