Ferðakostnaður ÍBV íþróttafélags 56 milljónir

Áætla að fá 6 milljónir úr jöfnunarsjóð á móti

5.Janúar'15 | 14:28
ibvruta03

ÍBV-rútan hefur sannað gildi sitt.

Íþróttahreyfingin á landsbyggðinni hefur lengi bent á þann ójöfnuð sem er við lýði er kemur að kostnaði við ferðalög. Fyrir nokkrum árum var þó samþykkt á alþingi að setja á laggirnar ferðajöfnunarsjóð sem léttir örlítið undir með landsbyggðar-félögunum.
 

Á heimasíðu ÍBV má sjá frétt um málið og þar segir:


,,Nú er búið að taka saman ferðakostnað ÍBV-íþróttafélags fyrir árið 2014.  Eingöngu er um að ræða ferðir í Íslandsmót en ekki í bikarkeppni, æfingaleiki, deildar og Lengjubikar, Faxaflóamót ofl.


Kostnaður félagsins er kr. 56.500.000-  Ferðajöfnunarsjóður kemur til móts við þennan kostnað en í ár má búast við að ÍBV fái nálægt kr. 6.000.000-
Til þess að standa straum af þessum kostnaði hefur ÍBV notið mikillar góðvildar einstaklinga og fyrirtækja sem og Vestmannaeyjabæjar. Án allra þessara stuðningsaðila og sjálfboðaliða félagsins gætu flokkar félagsins ekki tekið þátt í þessum mótum. ÍBV vill koma á framfæri innilegum nýjárskveðjum og í leiðinni þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn í fyrra."


 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%