Dagbók lögreglunnar:

Líkamsárás af tilefnislausu

29.Desember'14 | 18:52

Það var í mörg horn að líta hjá lögreglu yfir hátíðarnar vegna hinna ýmsu mála sem upp komu.  Nokkuð var um að kvartað væri yfir hávaða frá samkvæmum í heimahúsum en þeir sem samkvæmin héldu tóku ábendingum lögreglu vel um að hafa hægar um sig. Skemmtanahaldi yfir hátíðarnar fóru ágætlega fram og lítið um útköll á öldurhúsin. Eitthvað var þó um pústra og hefur þegar ein líkamsárás verið kærð.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu um hátíðarnar en um var að ræða árás á einum af veitingastöðum bæjarins.  Skv. upplýsingum lögreglu mun árásin hafa verið algjörlega að tilefnislausu en sá sem fyrir árásinni varð mun hafa verið skallaður í andlitið þannig að hann fékk skurð fyrir neðan hægra auga.  Málið er í rannsókn.

Laust eftir hádegi á jóladag var lögreglu tilkynnt um bifreið sem væri utan vegan í Herjólfsdal og við nánari athugun kom í ljós að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi þar sem hún var á Strandvegi.  Ekki er vitað hver eða hverjir tóku bifreiðina en talið er að henni hafi verið stolið aðfaranótt jóladags.  Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um hver eða hverjir þarna voru að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og má það rekja til þeirrar hálku sem hefur verið á götum bæjarins undanfarna daga.  Þarna hafð ökumaður bifreiðar misst stjórn á bifreið sinni á Dalavegi með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega.  Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón varð á bifreiðinni.

Síðdegis þann 28. desember sl. var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið þar sem hún stóð fyrir utan Strembugötu 17.  Er talið að tjónið hafi átt sér stað á tímabilinu frá laugardagskvöldinu 27. desember til sunnudagsmorgun þann 28. desember sl.   Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um óhappið eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með von um að komandi ár verði farsælt og án alvarlega áfalla. Þá hvetur lögreglan fólk til að fara varlega við notkun skotelda og lesa vel á leiðbeiningar þeirra. Sérstaklega eru foreldrar og forráðamenn barna hvattir til að upplýsa börn sín varðandi þær hættur sem leynast geta við notkun skotelda. Það er aldrei of varlega farið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).