Útsvarið óbreytt

23.Desember'14 | 09:54

Á fundi bæjarstjórnar í gær lá fyrir tillaga um að bæjarstjórn samþykkti að útsvarsprósentan ársins 2015 verði 13,98%, líkt og hún er í dag. Eyjalistinn lagði fram aðra tillögu um málið.

Tillaga Eyjalistans var svohljóðandi:

Við í Eyjalistanum leggjum til að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði fullnýttt líkt og gert var fram að kosningum 2014. 

Með því verður hægt að koma í veg fyrir stórfelldan niðurskurð í einstaka stofnunum, tryggja framvindu búsetumála aldraðra og fatlaðra og setja af stað vinnu við útfærslu frístundakorta.

Undir þessa bókun skrifuðu báðir fulltrúar minnihlutans. Tillagan var felld með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks gegn 2 atkvæðum bæjarfulltrúa Eyjalistans.

 

Þá var borin upp sú tillaga sem lá fyrir fundinum og hljóðar svo:

Bæjarstjórn samþykkir að útsvarsprósentan ársins verði 13,98%.

Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa Vestmannaeyja gegn 2 atkvæðum bæjarfulltrúa Eyjalistans.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.