Hildur verður forseti og Páll formaður

22.Desember'14 | 15:50
Pall_Hildur_S

Páll Marvin og Hildur Sólveig

Á fundi bæjarstjórnar í hádeginu í dag kvaddi Páley Borgþórsdóttir eftir 9 ára setu sem bæjarfulltrúi. Inn í bæjarstjórn í hennar stað kom Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Það kemur í hennar hlut að stýra fundum bæjarstjórnar í framtíðinni, þar sem hún var kosin forseti bæjarstjórnar.

Páley hefur einnig gengt stöðu formanns bæjarráðs en það embætti flyst yfir á Pál Marvin Jónssson, fráfarandi forseta bæjarstjórnar. Einnig voru samþykktar eftirfarandi tilnefningarnar með sjö samhljóða atkvæðum:

 

Tilnefning skrifara í bæjarstjórn:

Í stað Páleyjar Borgþórsdóttur kemur Birna Þórsdóttir.

 

Tilnefning fulltrúa í Samband sunnl.sveitarfélaga

Í stað Páleyjar Borgþórsdóttur kemur Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

 

Tilnefning varamanns í Fulltrúaráð Samb. ísl.sveitarfélaga

Í stað Páleyjar Borgþórsdóttur kemur Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.