Ellilífeyrisþegar eiga þess kost að fá niðurfelld fasteignagjöld

Þurfa nú að sækja sérstaklega um

18.Desember'14 | 06:38

Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að fella skyldi niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og verið hefur undanfarin ár. Þó verður breyting nú á að niðurfellinguna þarf að sækja um sérstaklega til Vestmannaeyjabæjar. Er það gert vegna ítrekaðra óska frá fólki sem vill greiða sín gjöld vegna fasteigna. 

Bókun ráðsins er eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Í ljósi þess hversu oft það hefur gerst að fólk sem afslátturinn nær til óskar eftir því að greiða engu að síður sín gjöld, samþykkir bæjarráð þá breytingu að niðurfellingin verði háð því að umsókn um slíka niðurfellingu berist Vestmannaeyjabæ eigi síðar en 6. febrúar 2015. Þá samþykkir bæjarráð einnig að ólíkt því sem áður hefur verið skuli niðurfelling ekki ná til þjónustugjalda. Bæjarráð felur starfsmönnum að senda kynningarbréf þessa eðlis á þá sem niðurfellingin nær til.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.