Ellilífeyrisþegar eiga þess kost að fá niðurfelld fasteignagjöld

Þurfa nú að sækja sérstaklega um

18.Desember'14 | 06:38

Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að fella skyldi niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og verið hefur undanfarin ár. Þó verður breyting nú á að niðurfellinguna þarf að sækja um sérstaklega til Vestmannaeyjabæjar. Er það gert vegna ítrekaðra óska frá fólki sem vill greiða sín gjöld vegna fasteigna. 

Bókun ráðsins er eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Í ljósi þess hversu oft það hefur gerst að fólk sem afslátturinn nær til óskar eftir því að greiða engu að síður sín gjöld, samþykkir bæjarráð þá breytingu að niðurfellingin verði háð því að umsókn um slíka niðurfellingu berist Vestmannaeyjabæ eigi síðar en 6. febrúar 2015. Þá samþykkir bæjarráð einnig að ólíkt því sem áður hefur verið skuli niðurfelling ekki ná til þjónustugjalda. Bæjarráð felur starfsmönnum að senda kynningarbréf þessa eðlis á þá sem niðurfellingin nær til.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).