Samstarf kirkju og skóla í Vestmannaeyjum

16.Desember'14 | 06:06

Landakirkja

Á undanförnum vikum hefur mikið verið rætt um samstarf kirkju og skóla. Fræðsluyfirvöld í Vestmannaeyjum hafa átt því láni að fagna að eiga farsælt samstarf  við trúfélög og þá sérstaklega kristna söfnuði.  

Samstarfið hefur bæði náð til formlegs samstarfs um trúarbragðarfræðslu, kirkjuferðir  skólabarna á aðventu og aðstoð presta þegar nemendur eða starfsmenn  verða fyrir áfalli. Kirkjur hafa staðið myndarlega að barna- og unglingastarfi og kynnt slíkt á vettvangi skólanna til jafns við önnur æskulýðsfélög.    Skólabörn í Vestmannaeyjum hafa ennfremur notið góðs af dreifingu Gídeonfélaga á Nýja testamentinu til skólabarna en hana hafa þeir stundað í næstum 60 ár.

Fræðsluráð Vestmannaeyja telur mikilvægt að skólar á vegum Vestmannaeyjabæjar skilgreini sjálfa sig sem stofnanir í fjölmenningar- og fjölhyggjusamfélagi og gæti sem slíkir að réttindum allra. Skólastarf ber því að stuðla að umburðarlyndi og tillitssemi. Þannig ber að temja nemendum virðingu fyrir einstaklingum sem hafa aðra lífsskoðun eða aðra siði en þeir sjálfir. Umburðarlyndi lærist ekki í tómarúmi.

Í lögum um grunnskóla segir að starfshættir grunnskóla skuli mótast af umburðarlyndi, kærleika og kristinni arfleið íslenskrar menningar. Fræðsluráð Vestmannaeyja telur það því skyldu skólanna að leggja sérstaka rækt við kristinfræði um leið og tekið er tillit til nemenda sem tilheyra minnihlutahópum.

Vestmannaeyjabær hvetur því til og óskar eftir áframhaldandi samstarfi við trúfélög og kirkjur í Vestmannaeyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.