Ríkisstjórn vill halda áfram undirbúningi

16.Desember'14 | 18:57

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að haldið verði áfram undirbúningi að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Skilgreint verði og metið í samvinnu við Vegagerðina og Vestmannaeyjabæ hvernig verkefnið verði fjármagnað og hvaða kostir séu hagkvæmastir varðandi útboð og eftir atvikum rekstur nýrrar ferju.

Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu lagði innanríkisráðherra málið fyrir ríkisstjórn í morgun og er gert ráð fyrir að niðurstöðum athugunarinnar verði skilað fyrir 15.febrúar. Málið verði þá lagt aftur fyrir ríkisstjórn. 

Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með nýju ferjunni sem sigla eigi milli Eyja og Landeyjahafnar árið um kring. Þá lækki jafnframt kostnaður við dýpkun Landeyjarhafnar og sá kostnaður sem falli til vegna siglinga til Þorlákshafnar sparist. Í minnisblaðinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að þessir tveir liðir lækki um nærri 380 milljónir króna á ári miðað við núverandi kostnað með rekstri Herjólfs.

 

Ruv.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%