Sigurður Ragnar Eyjólfsson:

Reksturinn er mjög erfiður

12.Desember'14 | 06:49

Sigurður Ragnar Eyjólfsson nýr aðstoðarþjálfari Lilleström var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á ÍNN í gærkvöld. Sigurður lét af störfum sem þjálfari ÍBV í haust en farið var yfir víðan völl í viðtalinu.

,,Það vantaði meiri stuðning og fleiri í kringum félagið (ÍBV) til að vinna með fótboltanum, félagið býr við að skulda um og yfir 100 milljónir,“ sagði Sigurður Ragnar í þættinum.

,,Reksturinn er mjög erfiður, fáir starfsmenn. Alltof fáir, það kom mér margt á óvart.“

Leikmenn í yngri flokkum æfa margir handbolta líka sem Sigurður segir að bitni á fótboltanum.

,,Það eru margir leikmenn í yngri flokkum í handbolta og fótbolta, handboltinn hefur gengið svolítið fyrir. Það var í sumar leikmaður í 3 flokki sem ég vildi nota þegar við vorum í miðju móti og þá gat ég ekki fengið hann því hann var að keppa í handbolta. Það er margt sem mér finnst þurfa að taka gegn í Eyjum og hugsa yngri flokka starfið upp á nýtt. Ég veit ekki hvort að Jói Harðar nái snúa því við, bæjarstjórnin hafnaði því að vera með frístundakort.“

Ferðakostnaður ÍBV er mikill og því er reksturinn oft erfiður.

,,ÍBV er að borga um 20 milljónir króna á ári með sínu yngri flokka starfi, reiknisdæmið gengur aldrei upp. Á endanum mun bærinn þurfa að taka yfir mannvirkin eða rekstur félagsins eins og það hefur reglulega gert undanfarna áratugi.“

Viðtalið við Sigurð er í má sjá í heild hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.