Sigurður Ragnar Eyjólfsson:

Reksturinn er mjög erfiður

12.Desember'14 | 06:49

Sigurður Ragnar Eyjólfsson nýr aðstoðarþjálfari Lilleström var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á ÍNN í gærkvöld. Sigurður lét af störfum sem þjálfari ÍBV í haust en farið var yfir víðan völl í viðtalinu.

,,Það vantaði meiri stuðning og fleiri í kringum félagið (ÍBV) til að vinna með fótboltanum, félagið býr við að skulda um og yfir 100 milljónir,“ sagði Sigurður Ragnar í þættinum.

,,Reksturinn er mjög erfiður, fáir starfsmenn. Alltof fáir, það kom mér margt á óvart.“

Leikmenn í yngri flokkum æfa margir handbolta líka sem Sigurður segir að bitni á fótboltanum.

,,Það eru margir leikmenn í yngri flokkum í handbolta og fótbolta, handboltinn hefur gengið svolítið fyrir. Það var í sumar leikmaður í 3 flokki sem ég vildi nota þegar við vorum í miðju móti og þá gat ég ekki fengið hann því hann var að keppa í handbolta. Það er margt sem mér finnst þurfa að taka gegn í Eyjum og hugsa yngri flokka starfið upp á nýtt. Ég veit ekki hvort að Jói Harðar nái snúa því við, bæjarstjórnin hafnaði því að vera með frístundakort.“

Ferðakostnaður ÍBV er mikill og því er reksturinn oft erfiður.

,,ÍBV er að borga um 20 milljónir króna á ári með sínu yngri flokka starfi, reiknisdæmið gengur aldrei upp. Á endanum mun bærinn þurfa að taka yfir mannvirkin eða rekstur félagsins eins og það hefur reglulega gert undanfarna áratugi.“

Viðtalið við Sigurð er í má sjá í heild hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).