Fréttatilkynning frá B-liði ÍBV:

Risaslagur á morgun!

11.Desember'14 | 07:04

Þrettándagleðin, Sjómannadagshelgin, Goslokahátíð, Þjóðhátíð, B-liðið í 16-liða úrslit bikar.

Kæru Eyjamenn! Upptalningin hér að ofan eru allt viðburðir sem marka líf okkar á ári hverju svo eftir er tekið.

B-liðið er enn eitt árið komið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ. Andstæðingurinn þetta árið er Þróttur, sem situr í neðsta sæti 1. deildar með 3 stig eftir 12 leiki. Leikið verður í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar n.k. föstudag kl. 18.00.

Já, það er orðinn árviss viðburður að B-lið ÍBV leiki í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Með mikilli elju og dugnaði undanfarin ár hefur liðið náð að byggja upp stöðugleika sem mörg lið líta aðdáunarverðum augum á. Hugur leikmanna B-liðsins stendur þó til að tryggja liðinu sæti í 8-liða úrslitum og við það ætlar liðið að standa. Þjálfarar liðsins hafa á undanförnum vikum legið undir feldi varðandi leikmannaval og m.a. haldið tvær úrtaksæfingar. Það verður því spennandi að sjá hvaða leikmenn fá þann heiður að klæðast hvíta búningnum gegn Þrótti.

Leikmenn B-liðsins þrífast á stuðningi áhorfenda og vilja því hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á leikinn á föstudag.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%