Guðmundur Þ.B Ólafsson skrifar:

Þrengt að rekstri félagsmiðstöðvarinnar

10.Desember'14 | 09:51

Vestmannaeyjabær

Þeir sem þekkja starfið sem fram fer í félagsmiðstöðvum, ekki síst hér í Eyjum, gera sér grein fyrir mikilvægi þess. Aðrir sem ekki þekkja eiga að nýta sér þá valkosti sem boðið er upp á, við kynningu á starfinu svo sem í opnu húsi og í almennri starfsemi þess.

Þeir sem til þekkja varast að þrengja að slíkum rekstri, með fjárveitingum, sem kostur er.

Það eiga allavega ráðamenn að þekkja, þekkja starf sem þar er unnið og hefur verið unnið í gegnum tíðina.

Allar götur frá mínum tíma í félagsmiðstöðvarstarfi hafa ráðamenn gert sér grein fyrir því að fjölmargir hafa átt þar skjól og notið leiðsagnar og ánægju sem starfinu fylgir, ekki síst þeir sem ekki hafa "fallið" inn í annað tómstunda- æskulýðs- og íþróttastarf, eða haft fjárhagslega efni á því.

Í öllum könnunum sem ég veit um, þar sem spurt var "Hvert leitar þú helst þegar þú telur þig þurfa að deila vandamálum þínum eða njóta leiðsagnar...." var fyrsta svar oftast, "Til starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar" annað svar "Til þjálfara íþróttafélagsins". Með allri virðingu fyrir foreldrum og kennurum, þá voru þeir neðar á svarlistanum.

Fórnarkostnaðurinn er mikill ef þrengja á að starfsemi Rauðagerðis, svo mikið er víst, og skora ég á þá sem ráða að gera sér grein fyrir því og þá á ég ekki bara við um meirihluta bæjarstjórnar, heldur alla bæjarstjórn og sviðsstjóra bæjarins.

Alvara málsins er mikil, það verður fólk að gera sér grein fyrir.

 

Guðmundur Þ.B Ólafsson

Fyrrum forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar „Féló“, tómstunda- og íþróttafulltrúi og almennur borgari.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.